Höfundurinn

vefrit félaga í Rithöfundasambandi Íslands


Skrifa athugasemd

Furðulegur hryllingur og fullorðin börn

Emil Hjörvar Petersen og Gunnar Theodór Eggertsson skrifast á:

pjimage

Lundur, Svíþjóð, 13. apríl, 2016.

 

Heill og sæll, Gunnar.

Það er allt of langt síðan við hittumst. Mig rekur minni til að síðast hafi það verið haustið 2012 þegar við rákumst hvor á annan í Eymundsson á Skólavörðustíg. Við vorum þá báðir nýbúnir að gefa út nýja bók og komnir fremur langt inn á braut furðunnar (ég kýs að nota þetta orð yfir hugtakið Fantastic) og þurftum augljóslega á því að halda að skrafa aðeins. Við settumst niður í kaffibolla, gleymdum stað og stund — enda fékk ég stöðumælasekt — og ræddum um höfunda, um heima og geima og um hvers konar sögur við værum hrifnir af. En ég man ekki eftir því hvort við ræddum ritstörfin sérstaklega.

Margt vatn hefur runnið til sjávar síðan þá, við höfum skrifað fleiri bækur en á sama tíma fjarlægst, sem á sér eflaust skýringar í önnum og fjölskyldulífi. Og, já, ég bý víst í öðru landi.

Lesa meira